Geta útrýmt íþróttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 10:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Alexander Petersson eru glæsilegir fulltrúar íslensks handbolta. Mynd/ÍSÍ Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, telur að hagræðing úrslita í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi geti útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag. Þetta kom fram í ávarpi Ólafs á 71. íþróttaþingi ÍSÍ í gær. Hann segir að ógnin sem felist í hagræðingu úrslita muni kalla á meiri úrræði á komandi árum. „Getur sú ógn – með tilkomu skipulegrar glæpastarfsemi – útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag á tiltölulega skömmum tíma. Áhorfendur munu ekki mæta á kappleiki ef úrslit eru fyrirfram ákveðin, foreldrar munu ekki senda börn sín í íþróttir, stuðningsaðilar munu leita annað og samfélagslegur ávinningur af íþróttastarfsemi mun minnka,“ segir Ólafur. Gegn þessu þurfi að berjast. Ólafur kom víða við í ræðu sinni. Gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að veita ekki nógu miklu fé í íþróttahreyfinguna og benti á það mikla sjálfboðaliðastarf sem fram fer í íslensku íþróttalífi. Þá minntist Ólafur á að skylda væri fyrir íþróttahreyfinguna að gæta þess að kröfur um íþróttamannvirki séu byggð á skynsömum hagkvæmnissjónarmiðum. Að notagildi ráði för umfram útlitshönnun og íburð. „Gæta skal að hagkvæmni með samnýtingu yfir landamæri sveitarfélaga þar sem það er skynsamlegt – og að ekki sé ráðist í óhagkvæmar framkvæmdir á grundvelli „það er komið að mér“ reglunnar einnar saman,“ sagði Ólafur.Ræðu Ólafs í heild sinni má lesa hér. Íþróttir Tengdar fréttir Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina. 20. apríl 2013 13:39 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, telur að hagræðing úrslita í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi geti útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag. Þetta kom fram í ávarpi Ólafs á 71. íþróttaþingi ÍSÍ í gær. Hann segir að ógnin sem felist í hagræðingu úrslita muni kalla á meiri úrræði á komandi árum. „Getur sú ógn – með tilkomu skipulegrar glæpastarfsemi – útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag á tiltölulega skömmum tíma. Áhorfendur munu ekki mæta á kappleiki ef úrslit eru fyrirfram ákveðin, foreldrar munu ekki senda börn sín í íþróttir, stuðningsaðilar munu leita annað og samfélagslegur ávinningur af íþróttastarfsemi mun minnka,“ segir Ólafur. Gegn þessu þurfi að berjast. Ólafur kom víða við í ræðu sinni. Gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að veita ekki nógu miklu fé í íþróttahreyfinguna og benti á það mikla sjálfboðaliðastarf sem fram fer í íslensku íþróttalífi. Þá minntist Ólafur á að skylda væri fyrir íþróttahreyfinguna að gæta þess að kröfur um íþróttamannvirki séu byggð á skynsömum hagkvæmnissjónarmiðum. Að notagildi ráði för umfram útlitshönnun og íburð. „Gæta skal að hagkvæmni með samnýtingu yfir landamæri sveitarfélaga þar sem það er skynsamlegt – og að ekki sé ráðist í óhagkvæmar framkvæmdir á grundvelli „það er komið að mér“ reglunnar einnar saman,“ sagði Ólafur.Ræðu Ólafs í heild sinni má lesa hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina. 20. apríl 2013 13:39 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina. 20. apríl 2013 13:39
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti