Hlaupa með svarta slaufu í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 18:15 Klár í slaginn. Nordicphotos/Getty Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Lundúnarmaraþonhlaupið sem fram fer á morgun. Um 40 prósent fleiri lögreglumenn verða á vakt en undanfarin ár. Keppendur í Lundúnarmaraþoninu sóttu í vikunni skráningarnúmer sitt ásamt svartri slaufu sem allir hlauparar munu bera á treyju sinni. Þannig á að minnast þeirra sem létust og slösuðust í sprengingunum í Boston á mánudaginn. Allar ruslafötur í námunda við hlaupaleiðina hafa verið fjarlægðar til að gæta fyllsta öryggis. Þótt flestir stefni einfaldlega á að bæta tímann sinn þá segir í umfjöllun Guardian að fjölmargir hlauparar heiðri látna eða veika ættingja með því að hlaupa eða reyni að safna fé til styrktar góðu málefni. Flestir voru þó sammála um að þeir væru að minnast þeirra sem létust og slösuðust í Boston. Þrátt fyrir sprengingarnar voru flestir sem Guardian ræddu við sammála um að skipuleggjendur Lundúnarmaraþonsins hefðu gert rétt með því að fresta ekki hlaupinu. Keppendur verða ræstir út í þremur hollum. Fyrir hverja ræsingu verður þrjátíu sekúndna þögn. Þá hafa skipuleggjendur sagt að tvö pund fyrir hvern keppanda sem lýkur hlaupinu verði sett í Boston First styrktarsjóðinn. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt. 20. apríl 2013 10:09 Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar skotbardaginn við skólann átti sér stað. "Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ 19. apríl 2013 11:37 Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins "Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. 18. apríl 2013 07:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Sjá meira
Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Lundúnarmaraþonhlaupið sem fram fer á morgun. Um 40 prósent fleiri lögreglumenn verða á vakt en undanfarin ár. Keppendur í Lundúnarmaraþoninu sóttu í vikunni skráningarnúmer sitt ásamt svartri slaufu sem allir hlauparar munu bera á treyju sinni. Þannig á að minnast þeirra sem létust og slösuðust í sprengingunum í Boston á mánudaginn. Allar ruslafötur í námunda við hlaupaleiðina hafa verið fjarlægðar til að gæta fyllsta öryggis. Þótt flestir stefni einfaldlega á að bæta tímann sinn þá segir í umfjöllun Guardian að fjölmargir hlauparar heiðri látna eða veika ættingja með því að hlaupa eða reyni að safna fé til styrktar góðu málefni. Flestir voru þó sammála um að þeir væru að minnast þeirra sem létust og slösuðust í Boston. Þrátt fyrir sprengingarnar voru flestir sem Guardian ræddu við sammála um að skipuleggjendur Lundúnarmaraþonsins hefðu gert rétt með því að fresta ekki hlaupinu. Keppendur verða ræstir út í þremur hollum. Fyrir hverja ræsingu verður þrjátíu sekúndna þögn. Þá hafa skipuleggjendur sagt að tvö pund fyrir hvern keppanda sem lýkur hlaupinu verði sett í Boston First styrktarsjóðinn.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt. 20. apríl 2013 10:09 Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar skotbardaginn við skólann átti sér stað. "Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ 19. apríl 2013 11:37 Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins "Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. 18. apríl 2013 07:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Sjá meira
Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt. 20. apríl 2013 10:09
Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar skotbardaginn við skólann átti sér stað. "Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ 19. apríl 2013 11:37
Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins "Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. 18. apríl 2013 07:00