Ekki hægt að sakast við Árna Pál Helga Arnardóttir skrifar 30. apríl 2013 19:06 Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar. Kosningar 2013 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar.
Kosningar 2013 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira