Seattle berst fyrir NBA-liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2013 22:15 Geimnálin í Seattle og Rainier fjall í baksýn. Neðst til hægri má sjá Key Arena þar sem Seattle Supersonics spilaði heimaleiki sína. Nordicphotos/Getty Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar. NBA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar.
NBA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum