Seattle berst fyrir NBA-liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2013 22:15 Geimnálin í Seattle og Rainier fjall í baksýn. Neðst til hægri má sjá Key Arena þar sem Seattle Supersonics spilaði heimaleiki sína. Nordicphotos/Getty Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira