Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. maí 2013 12:02 Það blasir ekki við á þessari stundu hverjir munu mynda meirihluta. Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist. Kosningar 2013 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist.
Kosningar 2013 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira