Kaupa Tumblr á 1,1 milljarð Bandaríkjadala 20. maí 2013 10:15 Tumblr er vinsælasta bloggkerfi veraldar. Það er óhætt að segja að Yahoo! megi muna sinn fífil fegurri. Á árdögum veraldarvefsins var þetta bandaríska hugbúnaðar- tæknifyrirtæki gríðarlega áberandi og ein vinsælasta vefsíða veraldar. Þegar Google fór að ryðja sér til rúms í netheimum í kringum aldarmótin upphófst mikið leitarvéla-stríð milli fyrirtækjanna. Google fór þar með sigur. Síðan þá hefur Yahoo! barist í bökkum og einblínt á að efla fréttaveitu sína sem er enn í dag gríðarlega vinsæl. Marissa Mayer tók við stjórnartaumunum í Yahoo! á síðasta ári. Hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google og hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir kaupum og yfirtökum á mörgum ungum og forvitnilegum nýsköpunarfyrirtækjum. Þar á meðal eru kaup Yahoo! á sprotafyrirtækinu Summly fyrr á þessu ári. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, 21 árs gamall forritari að nafni Nick D'Aloisio. Yahoo! greiddi 30 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut hans í Summly. Þessar tölur fölna þó í samanburði við yfirvofandi kaup Yahoo! á samskiptamiðlinum Tumblr. Kaupverðið nemur rúmlega milljarði Bandaríkjadala, jafnvirðir 125 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri og stofnandi Tumblr, sem stofnað var árið 2007, er hinn 26 ára gamli Davip Karp. Hann stofnaði Tumblr þegar hann bjó heima hjá mömmu sinni í lítilli íbúð í New York. Í dag er Tumblr vinsælasta bloggkerfi veraldar en fyrirtækið hýsir rúmlega milljón blogg og frá stofnun hafa notendur, ýmist undir nafni eða í krafti nafnleyndar, birt um fimmtíu milljarða bloggfærslna. Hvað varðar tekjuöflun er ljóst að Yahoo! einblínir á auglýsingar. Rétt eins og Facebook hefur Tumblr þó átt í erfiðleikum með að virkja þessa tekjulind. Sjálfur hefur Davip Karp lýst yfir frati á tilraunir Facebook og Google að birta auglýsingar samhliða efni sem notendur birta og skoða. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það er óhætt að segja að Yahoo! megi muna sinn fífil fegurri. Á árdögum veraldarvefsins var þetta bandaríska hugbúnaðar- tæknifyrirtæki gríðarlega áberandi og ein vinsælasta vefsíða veraldar. Þegar Google fór að ryðja sér til rúms í netheimum í kringum aldarmótin upphófst mikið leitarvéla-stríð milli fyrirtækjanna. Google fór þar með sigur. Síðan þá hefur Yahoo! barist í bökkum og einblínt á að efla fréttaveitu sína sem er enn í dag gríðarlega vinsæl. Marissa Mayer tók við stjórnartaumunum í Yahoo! á síðasta ári. Hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google og hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir kaupum og yfirtökum á mörgum ungum og forvitnilegum nýsköpunarfyrirtækjum. Þar á meðal eru kaup Yahoo! á sprotafyrirtækinu Summly fyrr á þessu ári. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, 21 árs gamall forritari að nafni Nick D'Aloisio. Yahoo! greiddi 30 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut hans í Summly. Þessar tölur fölna þó í samanburði við yfirvofandi kaup Yahoo! á samskiptamiðlinum Tumblr. Kaupverðið nemur rúmlega milljarði Bandaríkjadala, jafnvirðir 125 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri og stofnandi Tumblr, sem stofnað var árið 2007, er hinn 26 ára gamli Davip Karp. Hann stofnaði Tumblr þegar hann bjó heima hjá mömmu sinni í lítilli íbúð í New York. Í dag er Tumblr vinsælasta bloggkerfi veraldar en fyrirtækið hýsir rúmlega milljón blogg og frá stofnun hafa notendur, ýmist undir nafni eða í krafti nafnleyndar, birt um fimmtíu milljarða bloggfærslna. Hvað varðar tekjuöflun er ljóst að Yahoo! einblínir á auglýsingar. Rétt eins og Facebook hefur Tumblr þó átt í erfiðleikum með að virkja þessa tekjulind. Sjálfur hefur Davip Karp lýst yfir frati á tilraunir Facebook og Google að birta auglýsingar samhliða efni sem notendur birta og skoða.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira