Hlaðborðin og næturlífið skiluðu íslensku silfri á HM í Los Angeles Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2013 11:30 Bolli (lengst til vinstri) á verðlaunapalli í Los Angeles. Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig." Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig."
Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21
Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00