Tilda Swinton dansaði við Apparat Organ Quartet Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. júní 2013 23:03 Góð stemning er á All Tomorrows Parties í Keflavík þar sem veðrið leikur við tónleikagesti. MYND/ATP Rúmlega tvö þúsund manns eru samankomin í gömlu herstöðinni í Keflavík þessa stundina, en þar verður tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties haldin um helgina. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet reið á vaðið klukkan hálf sex í kvöld við mikinn fögnuð, en leikkonan Tilda Swinton var meðal áhorfenda. Hún lét afar vel af og fór sérstaklega til hljómsveitarmeðlima eftir tónleikana til að þakka þeim fyrir. Tilda, sem er stödd hér á landi sérstaklega vegna ATP, var hin hressasta og virtist skemmta sér konunglega ásamt börnum sínum og eiginmanni á tónleikunum. Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir stemninguna vera ótrúlega góða. „Fólk er rosalega ánægt. Hljómsveitirnar eru frábærar og við erum ótrúlega ánægð með staðinn. Herstöðin hefur lengi verið sveipuð einhverskonar dulúð sem gerir þetta alveg extra spennandi. Svo hefur líka heldur betur ræst úr veðrinu og sólin er farin að skína,“ segir Kamilla. Kamilla býst við margmenni annað kvöld, en þá mun hinn goðsagnakenndi Nick Cave stíga á stokk. Enn eru til miðar, og Kamilla tekur sérstaklega framað hægt sé að kaupa miða á stakt kvöld. Þá er ekki orðið of seint fyrir fólk að skella sér til Keflavíkur í kvöld, en dagskráin stendur þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur tónleikahaldið verið til fyrirmyndar það sem af er kvöldi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér. ATP í Keflavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund manns eru samankomin í gömlu herstöðinni í Keflavík þessa stundina, en þar verður tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties haldin um helgina. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet reið á vaðið klukkan hálf sex í kvöld við mikinn fögnuð, en leikkonan Tilda Swinton var meðal áhorfenda. Hún lét afar vel af og fór sérstaklega til hljómsveitarmeðlima eftir tónleikana til að þakka þeim fyrir. Tilda, sem er stödd hér á landi sérstaklega vegna ATP, var hin hressasta og virtist skemmta sér konunglega ásamt börnum sínum og eiginmanni á tónleikunum. Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir stemninguna vera ótrúlega góða. „Fólk er rosalega ánægt. Hljómsveitirnar eru frábærar og við erum ótrúlega ánægð með staðinn. Herstöðin hefur lengi verið sveipuð einhverskonar dulúð sem gerir þetta alveg extra spennandi. Svo hefur líka heldur betur ræst úr veðrinu og sólin er farin að skína,“ segir Kamilla. Kamilla býst við margmenni annað kvöld, en þá mun hinn goðsagnakenndi Nick Cave stíga á stokk. Enn eru til miðar, og Kamilla tekur sérstaklega framað hægt sé að kaupa miða á stakt kvöld. Þá er ekki orðið of seint fyrir fólk að skella sér til Keflavíkur í kvöld, en dagskráin stendur þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur tónleikahaldið verið til fyrirmyndar það sem af er kvöldi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér.
ATP í Keflavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira