LAN-skattur kynntur til sögunnar í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 10:56 Sænskir tölvuleikjaunnendur munu nú þurfa að sæta skattlagningu á LAN-mótum. AFP Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se
Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira