Nadal féll úr leik á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2013 20:40 Steve Darcis fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó. Tennis Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó.
Tennis Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira