Kvikmyndaformið ein áhrifamesta listgreinin Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 20:59 Þrjú fyrirtæki voru sæmd Heiðurslundanum fyrir dyggan stuðning sinn við hátíðina síðastliðin tíu ár. RIFF, Reykjavík International Film Festival, þakkaði samstarfsaðilum sínum í gegnum árin í gær með sumarhúllumhæi í höfuðstöðvum sínum að Tjarnargötu 12. Voru af því tilefni þrjú fyrirtæki sérstaklega heiðruð sem staðið hafa við bakið á hátíðinni í þau tíu ár sem hún hefur verið haldin. Fyrirtækin DHL, Höldur Bílaleiga Akureyrar og Iceland Excursions voru sæmd Heiðurslundanum, sérstökum þakklætisvotti. Hljómsveitin Valdimar tróð upp fyrir gesti og gangandi sem gæddu sér á veitingum í boði hússins. Myndir af atburðinum má sjá í myndasafninu hér að ofan. RIFF verður þetta árið haldin dagana 26. september til 6. október. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Mikilvægi hátíðarinnar er mikið ef marka má orð aðstandenda sem segja: „Nú þegar landið er enn að ganga í gegnum öldusjó efnahags-skipsbrotsins er mikilvægt að fræða, upplýsa, finna nýjar lausnir og gefa ímyndunaraflinu frjálsan taum. Mynd getur sagt meira en þúsund orð - hvað þá heil kvikmynd - en kvikmyndaformið hefur löngum verið talið ein áhrifamesta listgreinin. Í geysilega fjölbreyttu kvikmyndaúrvali RIFF þetta árið - líkt og önnur ár - má finna myndir sem einmitt gera þetta: fræða, upplýsa, finna nýjar lausnir og gefa ímyndunaraflinu frjálsan taum.” Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
RIFF, Reykjavík International Film Festival, þakkaði samstarfsaðilum sínum í gegnum árin í gær með sumarhúllumhæi í höfuðstöðvum sínum að Tjarnargötu 12. Voru af því tilefni þrjú fyrirtæki sérstaklega heiðruð sem staðið hafa við bakið á hátíðinni í þau tíu ár sem hún hefur verið haldin. Fyrirtækin DHL, Höldur Bílaleiga Akureyrar og Iceland Excursions voru sæmd Heiðurslundanum, sérstökum þakklætisvotti. Hljómsveitin Valdimar tróð upp fyrir gesti og gangandi sem gæddu sér á veitingum í boði hússins. Myndir af atburðinum má sjá í myndasafninu hér að ofan. RIFF verður þetta árið haldin dagana 26. september til 6. október. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Mikilvægi hátíðarinnar er mikið ef marka má orð aðstandenda sem segja: „Nú þegar landið er enn að ganga í gegnum öldusjó efnahags-skipsbrotsins er mikilvægt að fræða, upplýsa, finna nýjar lausnir og gefa ímyndunaraflinu frjálsan taum. Mynd getur sagt meira en þúsund orð - hvað þá heil kvikmynd - en kvikmyndaformið hefur löngum verið talið ein áhrifamesta listgreinin. Í geysilega fjölbreyttu kvikmyndaúrvali RIFF þetta árið - líkt og önnur ár - má finna myndir sem einmitt gera þetta: fræða, upplýsa, finna nýjar lausnir og gefa ímyndunaraflinu frjálsan taum.”
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira