Of mikil fjárhagsleg áhætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2013 16:50 Aníta Hinriksdóttir hefur náð frábærum árangri fyrir hönd Íslands á vettvangi frjálsra íþrótta á árinu. Nordicphotos/Getty Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer ekki fram hér á landi á næsta ári þrátt fyrir ósk Frjálsíþróttasambands Evrópu (EAA). Stjórn Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) segir fjárhagslega áhættu of mikla. FRÍ stóð að framkvæmd Evrópubikarkeppninnar hér á landi árið 2011. Í tilkynningu frá FRÍ kemur fram að framkvæmdin hafi tekist vel í alla staði. Engir opinberir styrkir hafi þó fengist til framkvæmdarinnar. „Þrátt fyrir að EAA greiði bæði allan kostnað vegna gistingar og uppihald hinna erlendu gesta og veiti styrk til framkvæmdar og undirbúnings, er ljóst að FRÍ getur ekki tekið áhættu á þessari framkvæmd, án utanaðkomandi stuðnings," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í dag. Án opinbers stuðnings sé kostnaður þó of mikill til að framkvæmdin sé áhættunnar virði. Stjórn FrÍ bendir á að í öðrum Evrópulöndum fáist opinber styrkur sem nemi um 20-30 milljónum króna til sambærilegra verkefna. Rökin fyrir því að ríki og sveitarfélög styðji við bakið á verkefnum sem þessum séu þau að þau skili meiri tekjum til samfélagsins en nemur kostnaðinum. Auk þess hljóti gestgjafinn jákvæða kynningu og aðrar tekjur. „Alls taka um 12-14 þjóðir þátt í þeim hluta sem hér um ræðir. Það eru gera samtals um 500-550 keppendur auk fararstjóra, þjálfara og annarra aðstoðarmanna, samtals um 580-600 manns, sem dvelja hér í a.m.k. fjóra daga. Það gerir um 2500 gistinætur. Tekjur vegna gistingar gætu því numið um 45-50 m.kr. Til viðbótar þurfa langflestir að fljúga með íslensku flugfélagi til landsins sem gerir aðrar 35-40 m.kr. að lágmarki. Heildarviðbótartekjur vegna móta af þessu tagi eru því um 80-90 m.kr. fyrir eitt tveggja daga mót. FRÍ fékk enga opinbera styrki til að framkvæma Evrópubikarinn árið 2011," segir í tilkynningunni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira