Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. september 2013 06:45 Gylfi segist hafa farið heim með öngulinn í rassinum frá lögreglunni. samsett mynd Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira