Poppkornsát dregur úr áhrifamætti auglýsinga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 13:41 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. mynd/getty Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“ Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira