Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. október 2013 15:43 Áfram deilur um Vatnsenda. mynd/Rósa Jóhannsdóttir Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira