Vettel vann fimmta kappaksturinn í röð - með 90 stiga forskot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2013 10:34 Sebastian Vettel og Niki Lauda. Mynd/AP Sebastian Vettel hjá Red Bull náði ekki að tryggja sér heimsmeistaratitil ökumanna í Japans-kappakstrinum í formúlu eitt í nótt en það vantar ekki mikið upp á. Vettel vann sinn fimmta kappakstur í röð á Suzuka-brautinni og er nú með 90 stiga forskot á Fernando Alonso þegar aðeins fjórar keppnir og 100 stig eru eftir í pottinum. Fernando Alonso endaði fjórði í nótt en ef að hann hefði ekki náð stigum þá væri Vettel orðinn heimsmeistari fjórða árið í röð. Vettel tryggir sér væntanlega titilinn í næsta kappakstri sem er á Indlandi. Red Bull vann tvöfaldan sigur því Mark Webber, sem var á ráspál, varð annar og í þriðja sætinu varð síðan Romain Grosjean hjá Lotus-Renault. Grosjean ræsti fjórði en komst fljótlega í fyrsta sætið. Vettel datt hinsvegar niður í þriðja sætið í ræsingunni en hann varð annar á ráspál á eftir Mark Webber. Sebastian Vettel slapp vel þegar Lewis Hamilton keyrði fyrir hann í upphafi kappakstursins en nuddið sprengdi dekk hjá Hamilton sem varð á endanum til þess að Bretinn lauk ekki keppni. Leikáætlun Red Bull gekk upp og Sebastian Vettel var komst fram úr Romain Grosjean eftir 32 hringi og Webber fór síðan fram úr Lotus-manninum á 53. hring. Webber var það lengi að komast fram úr Grosjean að hann náði aldrei að ógna liðsfélaga sínum sem keyrði örugglega fyrstur í mark.Úrslitin í kappakstrinum á Suzuka í Japan: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 1:26:49.301 25 stig 2. Mark Webberm Red Bull-Renault +7.129 18 stig 3. Romain Grosjeanm Lotus-Renault +9.910 15 stig 4. Fernando Alonsom Ferrari +45.605 12 stig 5. Kimi Räikkönenm Lotus-Renault +47.325 10 stig 6. Nico Hülkenbergm Sauber-Ferrari +51.615 8 stig 7. Esteban Gutiérrezm Sauber-Ferrari +1:11.630 6 stig 8. Nico Rosbergm Mercedes +1:12.023 4 stig 9. Jenson Buttonm McLaren-Mercedes +1:20.821 2 stig 10. Felipe Massam Ferrari +1:29.263 1 stigStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 297 stig 2. Fernando Alonso 207 3. Kimi Räikkönen 177 4. Lewis Hamilton 161 5. Mark Webber 148 6. Nico Rosberg 126 7. Felipe Massa 90 8. Romain Grosjean 87 9. Jenson Button 60 Formúla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði ekki að tryggja sér heimsmeistaratitil ökumanna í Japans-kappakstrinum í formúlu eitt í nótt en það vantar ekki mikið upp á. Vettel vann sinn fimmta kappakstur í röð á Suzuka-brautinni og er nú með 90 stiga forskot á Fernando Alonso þegar aðeins fjórar keppnir og 100 stig eru eftir í pottinum. Fernando Alonso endaði fjórði í nótt en ef að hann hefði ekki náð stigum þá væri Vettel orðinn heimsmeistari fjórða árið í röð. Vettel tryggir sér væntanlega titilinn í næsta kappakstri sem er á Indlandi. Red Bull vann tvöfaldan sigur því Mark Webber, sem var á ráspál, varð annar og í þriðja sætinu varð síðan Romain Grosjean hjá Lotus-Renault. Grosjean ræsti fjórði en komst fljótlega í fyrsta sætið. Vettel datt hinsvegar niður í þriðja sætið í ræsingunni en hann varð annar á ráspál á eftir Mark Webber. Sebastian Vettel slapp vel þegar Lewis Hamilton keyrði fyrir hann í upphafi kappakstursins en nuddið sprengdi dekk hjá Hamilton sem varð á endanum til þess að Bretinn lauk ekki keppni. Leikáætlun Red Bull gekk upp og Sebastian Vettel var komst fram úr Romain Grosjean eftir 32 hringi og Webber fór síðan fram úr Lotus-manninum á 53. hring. Webber var það lengi að komast fram úr Grosjean að hann náði aldrei að ógna liðsfélaga sínum sem keyrði örugglega fyrstur í mark.Úrslitin í kappakstrinum á Suzuka í Japan: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 1:26:49.301 25 stig 2. Mark Webberm Red Bull-Renault +7.129 18 stig 3. Romain Grosjeanm Lotus-Renault +9.910 15 stig 4. Fernando Alonsom Ferrari +45.605 12 stig 5. Kimi Räikkönenm Lotus-Renault +47.325 10 stig 6. Nico Hülkenbergm Sauber-Ferrari +51.615 8 stig 7. Esteban Gutiérrezm Sauber-Ferrari +1:11.630 6 stig 8. Nico Rosbergm Mercedes +1:12.023 4 stig 9. Jenson Buttonm McLaren-Mercedes +1:20.821 2 stig 10. Felipe Massam Ferrari +1:29.263 1 stigStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 297 stig 2. Fernando Alonso 207 3. Kimi Räikkönen 177 4. Lewis Hamilton 161 5. Mark Webber 148 6. Nico Rosberg 126 7. Felipe Massa 90 8. Romain Grosjean 87 9. Jenson Button 60
Formúla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira