Þarf ekki hrotta til að leika hrotta Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2013 14:41 Er Þröstur Leó nógu mikill fauti til að geta leikið Bernörðu Alba? Borgarleikhúsið Leiksýningin Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur ætlar að reynast umdeild. Ummæli leikstjórans áður en til frumsýningar kom valda uppnámi innan leikhúsgeirans. „Það þarf ekki hrotta til að lýsa hrotta á sviði,“ segir María Kristjánsdóttir leikstjóri í samtali við Vísi; um ummæli Kristínar Jóhannesdóttur stöllu sinnar sem féllu í Djöflaeyju Ríkissjónvarpsins í síðustu viku. Ummælin féllu í viðtali um uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á leikriti Lorca, Húsi Bernhörðu Alba, eru svohljóðandi: „Ég gerði mér mjög sterka og skýra grein fyrir því í upphafi að þa væri ekki að finna konu í leikarastétt sem væri það mikill hrotti og fauti að hægt væri að gera því trúverðug skil.“ María leikstýrði þessu verki Lorca árið 1989 í Þjóðleikhúsinu og fór þá Kristbjörg Kjeld með titilhlutverkið. Þórunn Sigurðardóttir setti þetta sama verk upp hjá LA og þar lék Sigríður Hagalín heitin titilhlutverkið og hlaut mikið lof fyrir. María segist fullkomlega vanhæf til að tjá sig um uppfærslu vinkonu sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. En val Kristínar á Þresti Leó Gunnarssyni í hlutverk Bernörðu Alba hefur vakið umræður víða á netinu. Um leið og menn velta því fyrir sér hvort Þröstur teljist þá nógu mikill fauti til að fara með hlutverkið vekja ummæli Kristínar athygli í ljósi frægrar ræðu sem hún flutti á síðustu Eddu um skarðan hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Þetta er mesta rugl sem ég hef á ævinni heyrt,“ segir leikstjórinn Heiðar Sumarliðason á sinni Fb-síðu og Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari segir: „Mér finnst þetta fráleit afstaða leikstýrunnar. Fráleit.“ Vísir hefur heimildir fyrir því að víða innan leikhúsgeirans furði menn sig á afstöðu Kristínar og í morgun birti svo Fréttablaðið leikdóm Jóns Viðars Jónssonar þar sem hann gefur sýningunni eina stjörnu. Jón Viðar segir í niðurstöðu: „Það er afskaplega lítið eftir af meistaraverki Garcia Lorca þegar það kemur út úr pólitískri hakkavél Kristínar Jóhannesdóttur. Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta.“ Menning Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Leiksýningin Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur ætlar að reynast umdeild. Ummæli leikstjórans áður en til frumsýningar kom valda uppnámi innan leikhúsgeirans. „Það þarf ekki hrotta til að lýsa hrotta á sviði,“ segir María Kristjánsdóttir leikstjóri í samtali við Vísi; um ummæli Kristínar Jóhannesdóttur stöllu sinnar sem féllu í Djöflaeyju Ríkissjónvarpsins í síðustu viku. Ummælin féllu í viðtali um uppfærslu Kristínar Jóhannesdóttur á leikriti Lorca, Húsi Bernhörðu Alba, eru svohljóðandi: „Ég gerði mér mjög sterka og skýra grein fyrir því í upphafi að þa væri ekki að finna konu í leikarastétt sem væri það mikill hrotti og fauti að hægt væri að gera því trúverðug skil.“ María leikstýrði þessu verki Lorca árið 1989 í Þjóðleikhúsinu og fór þá Kristbjörg Kjeld með titilhlutverkið. Þórunn Sigurðardóttir setti þetta sama verk upp hjá LA og þar lék Sigríður Hagalín heitin titilhlutverkið og hlaut mikið lof fyrir. María segist fullkomlega vanhæf til að tjá sig um uppfærslu vinkonu sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. En val Kristínar á Þresti Leó Gunnarssyni í hlutverk Bernörðu Alba hefur vakið umræður víða á netinu. Um leið og menn velta því fyrir sér hvort Þröstur teljist þá nógu mikill fauti til að fara með hlutverkið vekja ummæli Kristínar athygli í ljósi frægrar ræðu sem hún flutti á síðustu Eddu um skarðan hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Þetta er mesta rugl sem ég hef á ævinni heyrt,“ segir leikstjórinn Heiðar Sumarliðason á sinni Fb-síðu og Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari segir: „Mér finnst þetta fráleit afstaða leikstýrunnar. Fráleit.“ Vísir hefur heimildir fyrir því að víða innan leikhúsgeirans furði menn sig á afstöðu Kristínar og í morgun birti svo Fréttablaðið leikdóm Jóns Viðars Jónssonar þar sem hann gefur sýningunni eina stjörnu. Jón Viðar segir í niðurstöðu: „Það er afskaplega lítið eftir af meistaraverki Garcia Lorca þegar það kemur út úr pólitískri hakkavél Kristínar Jóhannesdóttur. Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta.“
Menning Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira