Aron æfði með FH í síðustu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 19:10 Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti