Actavis tekur hóstasaft af markaði vegna misnotkunar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 12:15 Myndasafn af Instagram eftir leitarorðinu #actavis. Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.' Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.'
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira