Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2013 16:38 Adolf Ingi segir fleiri eineltismál en þau sem hann mátti sæta af hálfu yfirmanns íþróttadeildarinnar hafa komið upp innan RÚV -- hvar Berglind Bergþórsdóttir er mannauðsstjóri. „Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira