Blóðslóð og haglabyssuför mæta íbúum í stigahúsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2013 18:45 Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira