Pabbi passar Pascal Pinon 4. janúar 2013 08:00 Systurnar spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. fréttablaðið/Stefán „Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“ Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“
Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira