Mjög góðar viðtökur á Sundance Freyr Bjarnason skrifar 22. janúar 2013 07:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson ásamt Paul Rudd (annar frá vinstri), leikstjóranum David Gordon Green (lengst til hægri) og eins af aðstandendum myndarinnar. Kvikmyndin Prince Avalanche, sem er endurgerð myndarinnar Á annan veg, fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var frumsýnd á Sundance-hátíðinni í Utah á sunnudaginn. Mikill áhugi er meðal dreifingaraðila á að sýna myndina víða um heim og uppselt er á allar sýningar hennar á Sundance. Viðstaddir frumsýninguna voru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, og fjórir íslenskir framleiðendur myndarinnar. Einnig voru þar staddir David Gordon Green, leikstjóri endurgerðarinnar, og Hollywood-stjörnurnar Paul Rudd og Emile Hirsch sem leika aðalhlutverkin. Framleiðendur Prince Avalanche voru einnig viðstaddir sýninguna, þar á meðal Danny McBride, aðalleikari sjónvarpsþáttanna vinsælu Eastbound And Down. Prince Avalanche hefur fengið góða dóma í hinum virtu kvikmyndatímaritum Variety og Hollywood Reporter. Í dómi Variety segir að hin yndislega lágstemmda Á annan veg hafi verið víkkuð út og sé jafnvel enn skemmtilegri í þessari endurgerð. Samleikur Rudd og Hirsch sé góður og myndin sé ánægjuleg karakterstúdía. Blandan af gríni og alvöru ætti að tryggja myndinni góða dóma og þá aðsókn sem hún á skilið. Í Hollywood Reporter segir að leikstjórinn David Gordon Green hafi tekið sér hlé frá stærri verkefnum og snúið aftur í ræturnar með þessari afar vel gerðu mynd um skrítið tvíeyki sem veltir fyrir sér ýmsum tilvistarlegum spurningum. Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndin Prince Avalanche, sem er endurgerð myndarinnar Á annan veg, fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var frumsýnd á Sundance-hátíðinni í Utah á sunnudaginn. Mikill áhugi er meðal dreifingaraðila á að sýna myndina víða um heim og uppselt er á allar sýningar hennar á Sundance. Viðstaddir frumsýninguna voru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, og fjórir íslenskir framleiðendur myndarinnar. Einnig voru þar staddir David Gordon Green, leikstjóri endurgerðarinnar, og Hollywood-stjörnurnar Paul Rudd og Emile Hirsch sem leika aðalhlutverkin. Framleiðendur Prince Avalanche voru einnig viðstaddir sýninguna, þar á meðal Danny McBride, aðalleikari sjónvarpsþáttanna vinsælu Eastbound And Down. Prince Avalanche hefur fengið góða dóma í hinum virtu kvikmyndatímaritum Variety og Hollywood Reporter. Í dómi Variety segir að hin yndislega lágstemmda Á annan veg hafi verið víkkuð út og sé jafnvel enn skemmtilegri í þessari endurgerð. Samleikur Rudd og Hirsch sé góður og myndin sé ánægjuleg karakterstúdía. Blandan af gríni og alvöru ætti að tryggja myndinni góða dóma og þá aðsókn sem hún á skilið. Í Hollywood Reporter segir að leikstjórinn David Gordon Green hafi tekið sér hlé frá stærri verkefnum og snúið aftur í ræturnar með þessari afar vel gerðu mynd um skrítið tvíeyki sem veltir fyrir sér ýmsum tilvistarlegum spurningum.
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira