Gerðu hryllingskitlu í Haukadal Freyr Bjarnason skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira