Fræðslan er sterkasta vopnið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun