Næsti fjármálaráðherra Pawel Bartoszek skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég vil að næsti fjármálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins viti eitthvað um fjármál. Ég segi þetta ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verra skor en aðrir flokkar þegar kemur að fávísum og óhæfum fjármálaráðherrum og ég segi þetta heldur ekki vegna þess ég geri ekki sömu kröfu til annarra flokka. En Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega vinna næstu kosningar og hann mun líklega verða í aðstöðu til að ákveða hver næsti fjármálaráðherra verður. Og Sjálfstæðisflokkurinn á að þekkja fólk sem veit eitthvað um fjármál. Ekkert annað embætti í ríkisstjórninni þarf að vera jafnvel mannað á næsta kjörtímabili. Það þarf að vinna að því að á Íslandi verði aftur frjálst og opið hagkerfi, það þarf að hjálpa hluta landsmanna út úr skuldafangelsi og um leið að verjast ýmsum vondum hugmyndum um stórfelldar eignatilfærslur í því skyni. Staðan verður erfið. Góður fjármálaráðherra mun skipta meira máli en góður forsætisráðherra. Forsætisráðherrann þarf einna helst að sjá til þess að sá sem heldur á tékkheftinu hafi sæmilegan vinnufrið. „Nú er komið að mér“ Hinn mikla uppgang Póllands eftir 1989 má meðal annars þakka því að jafnvel mestu klikkhausarnir settu konu með viti í fjármálaráðuneytið. Á Íslandi hefur ekki alltaf tekist jafnvel til. Hér hefur raunar skapast hefð fyrir einhverjum absúrd ráðherraembættahringekjum. Seinast var skipt um fjármálaráðherra til að kona sem kæmi úr fæðingarorlofi þyrfti ekki að líða það að verða óbreyttur þingmaður. Það var ekki vegna þess að einhver taldi hana bestu manneskju á landinu til að gegna því starfi. Þetta er ekki ætlað sem sérstakt skot á Katrínu Júlíusdóttur. En helst ætti alltaf að byrja á því að manna fjármálaráðuneytið eins vel og mögulegt er og síðan, ef menn endilega, endilega vilja, nota hin ráðherraembættin til að stilla af byggða-, kynja- og flokkakvóta og leyfa æskudraumum kjördæmaoddvita að rætast. Ekki öfugt. Ég er ekki að segja að heilbrigðisráðherrar þurfi alltaf að vera læknar og utanríkisráðherrar alltaf að kunna frönsku. Ráðherraembætti eru pólitísk embætti og pólitíkusar mega alveg vera í þeim. En plís, höfum samt fagmann í fjármálaráðuneytinu. Allavega næstu fjögur árin. Vissulega banna engin lög að ráðinn sé fjármálaráðherra sem veit ekkert um peninga, ekki frekar en nein lög banna eigendum fyrirtækis að ráða ólæsan og talnablindan fjármálastjóra. En hvorugt er samt sniðugt. Stundum er þessu öllu snúið við og látið sem menntun sé ekki bara formlega óþörf heldur jafnvel beinlínis til trafala. Það er auðvitað rugl. Það er stór kostur að fjármálaráðherra hafi næga fagþekkingu til að rengja skoðanir undirmanna sinna.Höftin Það ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi. Genginu er handstýrt til að vernda þá starfsemi sem fyrir er á kostnað þess sem hugsanlega gæti orðið. Það er ömurlegt viðskiptaumhverfi og fólk mun ekki vilja búa við slíkt. Planið núna virðist vera það að markaðurinn öðlist trú á krónunni, gengi hennar styrkist og þá sé hægt að afnema höftin. Auðvitað er þetta plan ekki að ganga. Gengið er áfram lágt þrátt fyrir að sífellt sé verið sé að herða höftin. En segjum jafnvel að planið gengi allt eftir. Þá býr þetta auðvitað ekki til neina varanlega lausn. Örgjaldmiðlar eins og íslenska krónan munu aldrei geta varist áföllum öðruvísi en með gjaldeyrishöftum eða hótunum um þau. Að undanförnu hefur eftirfarandi lína heyrst: „Við sitjum uppi með krónuna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Að heyra þetta úr munni stjórnmálamanna er rugl. Auðvitað breytist ekkert ef fólk sem getur breytt hlutum nennir því ekki. En ég vil einmitt að næsti fjármálaráðherra verði manneskja sem getur myndað sér eigin skoðun á því hvað sé best fyrir Ísland, óháð hvers kyns kreddum og vangaveltum um hvað öðrum kunni að þykja líklegt til vinsælda. Næsti fjármálaráðherra þarf að vera þungavigtarmanneskja þegar kemur að fjármálum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn telur sig hafa slíka manneskju innan raða frambjóðenda sinna þá á hann að tefla henni fram í kosningabaráttunni. Ef hann telur svo ekki vera þá ætti hann að leita út fyrir raðir væntanlegra þingmanna flokksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun