Þriggja daga djamm Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Thom Yorke úr Radiohead og félagar í Atoms For Peace senda frá sér sína fyrstu plötu, Amok, 25. febrúar á vegum breska útgáfufyrirtækisins XL Recordings. Hljómsveitin er einnig skipuð Flea, bassaleikara Red Hot Chili Peppers, Nigel Godrich, upptökustjóra Radiohead, Joey Waronker, sem hefur trommað með Beck og R.E.M., og Mauro Refosco, sem hefur spilað með Red Hot Chili Peppers á tónleikaferðum. Fyrstu tónleikar þeirra voru í Los Angeles árið 2009 þegar þeir spiluðu undir hjá Yorke sem var að fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu, The Eraser, sem hafði komið út þremur árum áður. Tónleikarnir fengu góð viðbrögð áhorfenda og sjálfir höfðu þeir gaman að því að færa elektróníska tónlistina upp á svið. Þeir sammældust um að halda samstarfinu áfram meðfram öðrum stærri verkefnum og ákváðu að fara í hljóðver. Þar eyddu þeir þremur dögum við stífa spilamennsku, þar sem lagt var upp með frjálst flæði, nokkurs konar djamm, í anda Miles Davis. Oftast hafði Yorke búið til takta í tölvunni sinni og tóku hinir liðsmennirnir við keflinu þaðan og spiluðu ofan í þá eða í kringum þá. Eftir upptökurnar var ljóst að þeir höfðu úr miklu efni að moða og fór því töluverður tími í að vinna úr því. Níu lög eru á plötunni, þar á meðal titillagið Amok og smáskífulögin Judge Jury And Executioner og Default. Hvað nafnið Atoms For Peace varðar notaði Yorke það fyrst í samnefndu lagi á The Eraser. Nafnið er tekið úr fimmtíu ára gamalli ræðu Dwight D. Eisenhower, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvána sem vofði yfir. Sveitin hefur skipulagt þrenna tónleika á næstunni til að fylgja Amok eftir. Þeir fyrstu verða í London 22. febrúar. Næst spilar sveitin í Berlín 8. mars og lokatónleikarnir verða í New York 14. mars. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Thom Yorke úr Radiohead og félagar í Atoms For Peace senda frá sér sína fyrstu plötu, Amok, 25. febrúar á vegum breska útgáfufyrirtækisins XL Recordings. Hljómsveitin er einnig skipuð Flea, bassaleikara Red Hot Chili Peppers, Nigel Godrich, upptökustjóra Radiohead, Joey Waronker, sem hefur trommað með Beck og R.E.M., og Mauro Refosco, sem hefur spilað með Red Hot Chili Peppers á tónleikaferðum. Fyrstu tónleikar þeirra voru í Los Angeles árið 2009 þegar þeir spiluðu undir hjá Yorke sem var að fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu, The Eraser, sem hafði komið út þremur árum áður. Tónleikarnir fengu góð viðbrögð áhorfenda og sjálfir höfðu þeir gaman að því að færa elektróníska tónlistina upp á svið. Þeir sammældust um að halda samstarfinu áfram meðfram öðrum stærri verkefnum og ákváðu að fara í hljóðver. Þar eyddu þeir þremur dögum við stífa spilamennsku, þar sem lagt var upp með frjálst flæði, nokkurs konar djamm, í anda Miles Davis. Oftast hafði Yorke búið til takta í tölvunni sinni og tóku hinir liðsmennirnir við keflinu þaðan og spiluðu ofan í þá eða í kringum þá. Eftir upptökurnar var ljóst að þeir höfðu úr miklu efni að moða og fór því töluverður tími í að vinna úr því. Níu lög eru á plötunni, þar á meðal titillagið Amok og smáskífulögin Judge Jury And Executioner og Default. Hvað nafnið Atoms For Peace varðar notaði Yorke það fyrst í samnefndu lagi á The Eraser. Nafnið er tekið úr fimmtíu ára gamalli ræðu Dwight D. Eisenhower, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvána sem vofði yfir. Sveitin hefur skipulagt þrenna tónleika á næstunni til að fylgja Amok eftir. Þeir fyrstu verða í London 22. febrúar. Næst spilar sveitin í Berlín 8. mars og lokatónleikarnir verða í New York 14. mars.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira