Opin gögn og upplýst þjóð Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun