Vandræði að koma gestum Hönnunarmars í gistingu Kolbeinn Óttarsson Proppé og Kristján Hjálmarsson skrifar 19. febrúar 2013 11:00 Austurrískir ferðamenn. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember og desember í fyrra en árið áður. Mynd/Valli Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum. HönnunarMars Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?