Búinn að vera með Kjarval á heilanum lengi Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 11:30 Þjóðleikhúsið hyggst setja á svið leikverk Mikaels Torfasonar um Jóhannes S. Kjarval á næsta leikári. Ari Matthíasson kveðst spenntur fyrir verkinu. Mynd/Arnþór mynd/hari Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhússins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstaklega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal" málari," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkostlegur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er ógeðslega spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.," segir Mikael. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhússins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstaklega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal" málari," segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkostlegur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er ógeðslega spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.," segir Mikael.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira