Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Brjánn Jónasson skrifar 1. mars 2013 06:00 Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðningur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknarflokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 prósent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þingmann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknarflokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylkinguna. Flokkurinn fengi níu þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóðendur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja framboðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra framboða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess framboðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfaraflokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðufylkinguna.Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði. Kosningar 2013 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki orðið til þess að stuðningur við flokkinn aukist. Stuðningur við flokkinn hefur dalað á síðasta mánuði en Framsóknarflokkurinn virðist á mikilli siglingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Björt framtíð er sem fyrr eina nýja framboðið sem nær yfir fimm prósenta múrinn sem þarf til að ná mönnum á þing. Stuðningur við þetta nýja framboð hefur hrunið frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Þá sögðust 16,4 prósent styðja Bjarta framtíð en nú styðja aðeins 8,7 prósent flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn og ætla 29 prósent þeirra sem afstöðu taka að kjósa flokkinn. Stuðningurinn hefur dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun en er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar 21 þingmann, en flokkurinn er með 16 í dag. Framsóknarflokkurinn mælist í mikilli uppsveiflu og kemst nærri því að slá Sjálfstæðisflokkinn út sem stærsti flokkurinn. Alls styðja 26,1 prósent landsmanna Framsóknarflokkinn, og hefur stuðningurinn aukist um 5,3 prósentustig á einum mánuði. Flokkurinn fékk stuðning 14,8 prósenta í síðustu kosningum og níu þingmenn kjörna en fengi nítján þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Samfylkinguna eykst lítillega milli kannana. Hann mælist nú 12,8 prósent og hefur aukist um 0,9 prósentustig á síðasta mánuði. Fylgið hefur hrunið af flokknum frá síðustu kosningum þegar 29,8 prósent studdu Samfylkinguna. Flokkurinn fengi níu þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Enn er langt í land ætli frambjóðendur flokksins að ná 21,7 prósenta kjörfylgi flokksins. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009. Björt framtíð er eina nýja framboðið sem mælist með nægilega mikinn stuðning til að koma mönnum á þing, en nokkur fjöldi nýrra framboða fær mælanlegan stuðning. Þannig segjast 2,6 prósent styðja Lýðræðisvaktina, sem Þorvaldur Gylfason leiðir. Sama hlutfall styður Hægri græna, sem Guðmundur Franklín Jónsson er í forsvari fyrir. Þá segjast 2,0 prósent styðja Dögun en innan vébanda þess framboðs eru meðal annars Hreyfingin og Borgarahreyfingin. Píratar, sem þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir hefur verið í forsvari fyrir, mælast með 1,5 prósenta fylgi. Meðal annarra framboða sem komast á blað er Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar, sem raunar er ekki ljóst hvort bjóði fram eða ekki en mælist með 0,9 prósenta fylgi. Þá mælist stuðningur við bæði Lýðveldisflokkinn og Framfaraflokkinn 0,6 prósent og 0,2 prósent styðja Alþýðufylkinguna.Við vinnslu könnunarinnar var beitt sömu aðferðafræði og notuð var við úrvinnslu síðustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var 30. og 31. janúar. Lesendum til upplýsingar sýnir gamla aðferðafræðin 30,8 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og 25,9 prósenta fylgi Framsóknar. Þá fengi Samfylkingin 12,3 prósent, Vinstri græn 11 prósent og Björt framtíð 8,7 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði.
Kosningar 2013 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira