Lagið fjallar ekki um lýsi Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira