Spennandi heimsókn Trausti Júlíusson skrifar 7. mars 2013 06:00 Colin Stetson spilar á Volta 17. mars. Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum. Sónar Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum.
Sónar Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning