Dansa snjódans á hverju kvöldi Álfrún Pálsdóttir skrifar 9. mars 2013 06:00 Davíð Óskar Ólafsson og Ragnar Bragason er farið að lengja eftir að geta klárað tökur á málmhaus en snjóleysi á suðurlandi setur strik í reikninginn. „Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus. Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjóleysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í fyrsta klipp, þannig að við erum að verða frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sambandi við bónda undir Eyjafjöllum sem segir okkur hvernig veðrið er þar, en þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“ segir Davíð, sem heldur þó í vonina um að geta klárað í næstu viku. „Margir þurfa að hverfa frá í önnur verkefni bráðum og við verðum að hafa skilning á því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað veðrinu en svona er þetta.“ Áætluð frumsýning á Málmhaus er í október, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus. Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjóleysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í fyrsta klipp, þannig að við erum að verða frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sambandi við bónda undir Eyjafjöllum sem segir okkur hvernig veðrið er þar, en þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“ segir Davíð, sem heldur þó í vonina um að geta klárað í næstu viku. „Margir þurfa að hverfa frá í önnur verkefni bráðum og við verðum að hafa skilning á því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað veðrinu en svona er þetta.“ Áætluð frumsýning á Málmhaus er í október, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira