Af hverju Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar