Eru dansarar og ljósamenn á danssýningu Sara McMahon skrifar 15. mars 2013 06:00 Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir setja upp dansverkið Coming up. Á sýningunni dansa þær, stýra hljóði og ljósum. Fréttablaðið/Vilhelm Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir standa að danssýningunni Coming Up sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói þann 22. mars. Stúlkurnar eru báðar meðlimir danshópsins Hreyfiþróunarsamsteypan. Verkið fjallar um tvo danshöfunda sem ætla sér að skapa dansverk með hinum fullkomna hápunkti. Þeir eiga þó erfitt með að dansa í takt og virðist hinn fullkomni hápunktur renna út í sandinn. „Við höfðum áhuga á að skoða nánar hápunkta og uppbyggingu dansverka. Flestum listamönnum langar að búa til nokkuð stórkostlegt fyrir sviðið og ná hinum fullkomna hápunkti. Í leiðinni erum við líka að fjalla um hversdagsleikan og hið ófullkomna,“ lýsir Katrín. Stúlkurnar eru báðar háskólamenntaðar á sviði danslista, en Katrín er einnig með MA gráðu í heilsuhagfræði og starfar sem slíkur hjá velferðarráðuneytinu. Melkorka er jafnframt nýkjörin formaður Félags íslenskra listdansara. „Ég starfa sem heilsuhagfræðingur, þó ég kalli sjálfa mig áhugahagfræðing því ég er vanari vinnunni sem listamaður. Melkorka er nýkjörin formaður FÍLD og stússast í því þessa dagana. Við erum því báðar komnar í vinnu í opinbera geiranum samhliða dansinum,“ segir hún og hlær. Vinna við uppsetningu verksins hefur staðið frá því í janúar og að sögn Katrínar hafa æfingar gengið vel. „Við stjórnum líka hljóðinu og ljósunum. Við erum í raun allt í öllu; dönsum, spilum og kveikjum ljósin,“ segir hún og bætir við: „Við saumuðum þó ekki búningana.“ Þegar Katrín er að lokum spurð hvort að þær hafi nokkru sinni lent í því að gleyma danssporum á sýningum svarar hún játandi. „En það er partur af þessu. Í fyrra slasaðist Melkorka til dæmis í miðri sýningu og við þurftum að halda áfram að dansa á milli þess sem við reyndum að finna sjúkrakassa baksviðs. Ég held að áhorfendur hafi samt ekki tekið eftir neinu. The show must go on.“ Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir standa að danssýningunni Coming Up sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói þann 22. mars. Stúlkurnar eru báðar meðlimir danshópsins Hreyfiþróunarsamsteypan. Verkið fjallar um tvo danshöfunda sem ætla sér að skapa dansverk með hinum fullkomna hápunkti. Þeir eiga þó erfitt með að dansa í takt og virðist hinn fullkomni hápunktur renna út í sandinn. „Við höfðum áhuga á að skoða nánar hápunkta og uppbyggingu dansverka. Flestum listamönnum langar að búa til nokkuð stórkostlegt fyrir sviðið og ná hinum fullkomna hápunkti. Í leiðinni erum við líka að fjalla um hversdagsleikan og hið ófullkomna,“ lýsir Katrín. Stúlkurnar eru báðar háskólamenntaðar á sviði danslista, en Katrín er einnig með MA gráðu í heilsuhagfræði og starfar sem slíkur hjá velferðarráðuneytinu. Melkorka er jafnframt nýkjörin formaður Félags íslenskra listdansara. „Ég starfa sem heilsuhagfræðingur, þó ég kalli sjálfa mig áhugahagfræðing því ég er vanari vinnunni sem listamaður. Melkorka er nýkjörin formaður FÍLD og stússast í því þessa dagana. Við erum því báðar komnar í vinnu í opinbera geiranum samhliða dansinum,“ segir hún og hlær. Vinna við uppsetningu verksins hefur staðið frá því í janúar og að sögn Katrínar hafa æfingar gengið vel. „Við stjórnum líka hljóðinu og ljósunum. Við erum í raun allt í öllu; dönsum, spilum og kveikjum ljósin,“ segir hún og bætir við: „Við saumuðum þó ekki búningana.“ Þegar Katrín er að lokum spurð hvort að þær hafi nokkru sinni lent í því að gleyma danssporum á sýningum svarar hún játandi. „En það er partur af þessu. Í fyrra slasaðist Melkorka til dæmis í miðri sýningu og við þurftum að halda áfram að dansa á milli þess sem við reyndum að finna sjúkrakassa baksviðs. Ég held að áhorfendur hafi samt ekki tekið eftir neinu. The show must go on.“
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira