Fyrsta leikritið frumsýnt í Skotlandi Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig," segir rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðunum um efnistökin en vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni." Leikritið nefnist The Sea between us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins takast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmtilegt flæði í þeim," segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands." Sólveig hefur í nógu að snúast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desember og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal annars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurunum sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014." Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig." Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig," segir rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðunum um efnistökin en vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni." Leikritið nefnist The Sea between us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins takast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmtilegt flæði í þeim," segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands." Sólveig hefur í nógu að snúast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desember og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal annars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurunum sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014." Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig."
Menning Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira