Latte-listinn: Gegn óforskömmuðu kjördæmapoti Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. mars 2013 06:00 Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann „borgarsveitalubba" og fullyrti að þar færi „einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur". Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Tólf ár eru síðan Reykvíkingar kusu flugvöllinn burt. Enn þekur þó grámóskan mýrina meðan rellurnar sveima yfir húsþökum miðborgarinnar svo hriktir í kofaskriflum þar sem við latte-lepjandi „lubbarnir" sitjum og sötrum lífrænt ræktaðan morgunsopann gegnum þykka mjólkurfroðu uns klukkan er langt gengin í hádegi. Ítök sem þingmenn landsbyggðarinnar hafa á hinum ýmsu sviðum stjórnmálanna, í flugvallarmálinu sem fleirum, eru mikil og hlutfallslega meiri en þingmanna Reykjavíkursvæðisins miðað við atkvæðavægi íbúanna. Það skýtur því skökku við að fram er komið nýtt stjórnmálaafl sem kallar sig Landsbyggðarflokkinn. Á heimasíðu flokksins segir: „Svo virðist sem gömlu og nýju flokkarnir ætli málefnum landsbyggðarinnar ekki mikið pláss – ef þá nokkuð, og samkvæmt hefðinni koma þau alltaf síðust." Af öllum þeim glæfralegu loforðum og firrtu fullyrðingum sem vella upp úr stjórnmálamönnum í kosningabaráttu hlýtur ofangreind yfirlýsing að komast á topp tíu listann. Því ef fréttir undanfarinna vikna hafa kennt okkur eitthvað þá er það hvernig óheftur sleikjuskapur þingmanna við landsbyggðina – óheflað kjördæmapot þeirra sem berjast með kjafti og klóm fyrir bitlingum heim í hérað í skiptum fyrir áframhaldandi þingsetu – hefur leitt hörmungar yfir náttúru landsins, heimili og fyrirtæki.Dýrasta daður sögunnar Niðurstaða dýrasta daðurs stjórnmálamanna við landsbyggðina í sögu landsins liggur nú fyrir. Kárahnjúkavirkjun var komið á koppinn svo framleiða mætti orku fyrir álver sem greiðir fyrir hana svo lágt verð að upphæðin var um langt skeið leyndarmál og, eins og fram kom í fréttum síðustu viku, greiðir nánast engan tekjuskatt hér á landi. Fyrir þetta fengu landsmenn að borga með þenslu og himinháu vaxtastigi sem gerði heimilum og fyrirtækjum erfitt um vik um árabil og – eins og frægt er orðið – dauða Lagarfljóts. Helsti ávinningur af Kárahnjúkavirkjun, stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, virðist því sá að í dag eru íbúar Reyðarfjarðar 544 fleiri en árið 2002 þegar smíðin á virkjuninni hófst. Úps. Við hefðum betur hlustað á Andra Snæ og Draumalandið hans. En við gerum það bara næst. Eða hvað?2,6 milljarða kosningavíxill Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um stóriðju á Bakka við Húsavík væri einn stærsti kosningavíxill sem nokkru sinni hefði verið gefinn út. Frumvarpið, sem kveður á um að 2,6 milljarðar verði veittir í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík til að þýska fyrirtækið PCC megi reisa kísilmálmverksmiðju í nágrenninu, liggur nú fyrir Alþingi. En hver er ávinningurinn? Í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir að áætlaðar tekjur kísilmálmverksmiðjunnar muni „tæpast einar og sér standa undir kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða". Með öðrum orðum: Framkvæmdin svarar ekki kostnaði. Jafnframt kemur þar fram að hún hafi „þensluáhrif í för með sér sem hækkar lítillega vaxtastigið með smávægilegum neikvæðum áhrifum á almenna atvinnuvegafjárfestingu". Þar að auki er lagt til í nefndaráliti sem fylgir frumvarpinu að kísilmálmverksmiðjan njóti sérstakrar undanþágu frá því að greiða þá skatta og opinberu gjöld sem öðrum fyrirtækjum landsins ber að standa skil á. Hljómar kunnuglega, ekki satt?Kjúklingur og franskar Erfitt er að sjá að kísilmálmverksmiðja á Bakka hafi marga aðra kosti í för með sér en að skapa 399 störf á Húsavík og nágrenni sem vill svo til að er einmitt í Norðausturkjördæmi, kjördæmi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Svo fullur af kosningamóð er hins vegar atvinnuvegaráðherrann að honum nægir ekki aðeins að fólk og fyrirtæki greiði fyrir kjördæmapot hans með hærra vaxtastigi, afleiðingu stóriðjustefnu sem maður hefði haldið að bryti gróflega í bága við „græna" hlutann í nafni flokks hans. Á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku benti Margrét Kristmannsdóttir, formaður samtakanna, á þann sparnað sem innflutningur á landbúnaðarvörum gæti haft í för með sér fyrir heimili landsins. „Fjögurra manna fjölskylda sem vildi fá sér kjúklingabringur í kvöldmat ásamt frönskum kartöflum þarf í dag að greiða tæpar 1.900 krónur en myndi greiða um ellefu hundruð krónur ef versluninni stæði til boða að flytja þetta inn án ofurálagna," sagði Margrét. En nei. Landbúnaðarkerfið, skjaldborg um hagsmuni nokkurra atvinnurekenda á landsbyggðinni, ber að vernda. Sér í lagi rétt fyrir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir á sama fundi að hann setti sig alfarið upp á móti frekari innflutningi á landbúnaðarvörum.Reykjavíkurflugvöllur og Mývatn Hvort þörf sé á að einhver taki sig til og stofni stjórnmálaflokkinn Latte-listann til höfuðs Landsbyggðarflokknum skal ósagt látið. En ljóst er að taka þarf fyrir óforskammað kjördæmapot þingmanna landsbyggðarinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason lýsir yfir áhyggjum á heimasíðu sinni af afdrifum Mývatns verði kísilmálmverksmiðja á Bakka að veruleika. Andri Snær var einn háværasti andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar. Við hunsuðum aðvaranir hans og annarra. Það væri landi og þjóð til ævarandi skammar að endurtaka mistökin. Auðvitað mega stjórnmálamenn berjast fyrir því að halda fjölbreytilegri byggð í landinu með sértækum aðgerðum. En fórnarkostnaðurinn má ekki vera svo geigvænlegur að hann sligi náttúruna, fólkið og fyrirtækin. Ef landsbyggðarfólk getur gert kröfu um að fá að lenda á flugvelli í hjarta Reykjavíkur þegar það kemur í bæinn hljótum við „borgarsveitalubbarnir" að geta gert kröfu um að Mývatn verði enn á sínum stað næst þegar við sækjum Steingrím J. Sigfússon heim í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann „borgarsveitalubba" og fullyrti að þar færi „einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur". Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Tólf ár eru síðan Reykvíkingar kusu flugvöllinn burt. Enn þekur þó grámóskan mýrina meðan rellurnar sveima yfir húsþökum miðborgarinnar svo hriktir í kofaskriflum þar sem við latte-lepjandi „lubbarnir" sitjum og sötrum lífrænt ræktaðan morgunsopann gegnum þykka mjólkurfroðu uns klukkan er langt gengin í hádegi. Ítök sem þingmenn landsbyggðarinnar hafa á hinum ýmsu sviðum stjórnmálanna, í flugvallarmálinu sem fleirum, eru mikil og hlutfallslega meiri en þingmanna Reykjavíkursvæðisins miðað við atkvæðavægi íbúanna. Það skýtur því skökku við að fram er komið nýtt stjórnmálaafl sem kallar sig Landsbyggðarflokkinn. Á heimasíðu flokksins segir: „Svo virðist sem gömlu og nýju flokkarnir ætli málefnum landsbyggðarinnar ekki mikið pláss – ef þá nokkuð, og samkvæmt hefðinni koma þau alltaf síðust." Af öllum þeim glæfralegu loforðum og firrtu fullyrðingum sem vella upp úr stjórnmálamönnum í kosningabaráttu hlýtur ofangreind yfirlýsing að komast á topp tíu listann. Því ef fréttir undanfarinna vikna hafa kennt okkur eitthvað þá er það hvernig óheftur sleikjuskapur þingmanna við landsbyggðina – óheflað kjördæmapot þeirra sem berjast með kjafti og klóm fyrir bitlingum heim í hérað í skiptum fyrir áframhaldandi þingsetu – hefur leitt hörmungar yfir náttúru landsins, heimili og fyrirtæki.Dýrasta daður sögunnar Niðurstaða dýrasta daðurs stjórnmálamanna við landsbyggðina í sögu landsins liggur nú fyrir. Kárahnjúkavirkjun var komið á koppinn svo framleiða mætti orku fyrir álver sem greiðir fyrir hana svo lágt verð að upphæðin var um langt skeið leyndarmál og, eins og fram kom í fréttum síðustu viku, greiðir nánast engan tekjuskatt hér á landi. Fyrir þetta fengu landsmenn að borga með þenslu og himinháu vaxtastigi sem gerði heimilum og fyrirtækjum erfitt um vik um árabil og – eins og frægt er orðið – dauða Lagarfljóts. Helsti ávinningur af Kárahnjúkavirkjun, stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, virðist því sá að í dag eru íbúar Reyðarfjarðar 544 fleiri en árið 2002 þegar smíðin á virkjuninni hófst. Úps. Við hefðum betur hlustað á Andra Snæ og Draumalandið hans. En við gerum það bara næst. Eða hvað?2,6 milljarða kosningavíxill Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um stóriðju á Bakka við Húsavík væri einn stærsti kosningavíxill sem nokkru sinni hefði verið gefinn út. Frumvarpið, sem kveður á um að 2,6 milljarðar verði veittir í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík til að þýska fyrirtækið PCC megi reisa kísilmálmverksmiðju í nágrenninu, liggur nú fyrir Alþingi. En hver er ávinningurinn? Í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir að áætlaðar tekjur kísilmálmverksmiðjunnar muni „tæpast einar og sér standa undir kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða". Með öðrum orðum: Framkvæmdin svarar ekki kostnaði. Jafnframt kemur þar fram að hún hafi „þensluáhrif í för með sér sem hækkar lítillega vaxtastigið með smávægilegum neikvæðum áhrifum á almenna atvinnuvegafjárfestingu". Þar að auki er lagt til í nefndaráliti sem fylgir frumvarpinu að kísilmálmverksmiðjan njóti sérstakrar undanþágu frá því að greiða þá skatta og opinberu gjöld sem öðrum fyrirtækjum landsins ber að standa skil á. Hljómar kunnuglega, ekki satt?Kjúklingur og franskar Erfitt er að sjá að kísilmálmverksmiðja á Bakka hafi marga aðra kosti í för með sér en að skapa 399 störf á Húsavík og nágrenni sem vill svo til að er einmitt í Norðausturkjördæmi, kjördæmi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Svo fullur af kosningamóð er hins vegar atvinnuvegaráðherrann að honum nægir ekki aðeins að fólk og fyrirtæki greiði fyrir kjördæmapot hans með hærra vaxtastigi, afleiðingu stóriðjustefnu sem maður hefði haldið að bryti gróflega í bága við „græna" hlutann í nafni flokks hans. Á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku benti Margrét Kristmannsdóttir, formaður samtakanna, á þann sparnað sem innflutningur á landbúnaðarvörum gæti haft í för með sér fyrir heimili landsins. „Fjögurra manna fjölskylda sem vildi fá sér kjúklingabringur í kvöldmat ásamt frönskum kartöflum þarf í dag að greiða tæpar 1.900 krónur en myndi greiða um ellefu hundruð krónur ef versluninni stæði til boða að flytja þetta inn án ofurálagna," sagði Margrét. En nei. Landbúnaðarkerfið, skjaldborg um hagsmuni nokkurra atvinnurekenda á landsbyggðinni, ber að vernda. Sér í lagi rétt fyrir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir á sama fundi að hann setti sig alfarið upp á móti frekari innflutningi á landbúnaðarvörum.Reykjavíkurflugvöllur og Mývatn Hvort þörf sé á að einhver taki sig til og stofni stjórnmálaflokkinn Latte-listann til höfuðs Landsbyggðarflokknum skal ósagt látið. En ljóst er að taka þarf fyrir óforskammað kjördæmapot þingmanna landsbyggðarinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason lýsir yfir áhyggjum á heimasíðu sinni af afdrifum Mývatns verði kísilmálmverksmiðja á Bakka að veruleika. Andri Snær var einn háværasti andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar. Við hunsuðum aðvaranir hans og annarra. Það væri landi og þjóð til ævarandi skammar að endurtaka mistökin. Auðvitað mega stjórnmálamenn berjast fyrir því að halda fjölbreytilegri byggð í landinu með sértækum aðgerðum. En fórnarkostnaðurinn má ekki vera svo geigvænlegur að hann sligi náttúruna, fólkið og fyrirtækin. Ef landsbyggðarfólk getur gert kröfu um að fá að lenda á flugvelli í hjarta Reykjavíkur þegar það kemur í bæinn hljótum við „borgarsveitalubbarnir" að geta gert kröfu um að Mývatn verði enn á sínum stað næst þegar við sækjum Steingrím J. Sigfússon heim í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar