Langar til Cannes með Gosling Freyr Bjarnason skrifar 2. apríl 2013 12:30 "Við erum að kanna Cannes-möguleikann. Það er ekki búið að staðfesta og við erum allir í biðstöðu,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, einn af yfirframleiðendum kvikmyndarinnar Only God Forgives. Aðalleikari hennar er hjartaknúsarinn Ryan Gosling og leikstjóri er Daninn Nicolas Winding Refn, sem leikstýrði Gosling einmitt í Drive með eftirminnilegum árangri. Þórir Snær vonast til að frumsýna myndina á Cannes-hátíðinni í Frakklandi í maí en tilkynnt verður um hvaða myndir komast þangað inn 18. apríl. "Ég trúi ekki öðru en að það muni ganga en það eru líka einhverjir aðrir möguleikar í stöðunni eins og hátíðin í Feneyjum. “Hann er mjög ánægður með myndina, sem þykir vera ansi ofbeldisfull. "Hún er dálítið svakaleg. Ég held að annað hvort eigi fólk eftir að elska hana eða hata hana.“ Þórir Snær er einnig að skima um eftir leikurum fyrir myndina Z For Zachariah, sem hann framleiðir einnig. Nú þegar er búið að ráða stjörnuna Tobey Maguire í aðalhlutverkið. "Það skýrist í næsta mánuði. Maður þorir ekki að segja neitt fyrr en það er búið að skrifa undir.“ Fyrirtæki Þóris Snæs á Íslandi, Zik Zak, er bæði með Z For Zachariah og Kalt vor í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, á sinni könnu. Íslenska myndin fer í tökur á Flateyri í sumar og verður fjármögnun hennar lokið á næstu vikum. Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við erum að kanna Cannes-möguleikann. Það er ekki búið að staðfesta og við erum allir í biðstöðu,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, einn af yfirframleiðendum kvikmyndarinnar Only God Forgives. Aðalleikari hennar er hjartaknúsarinn Ryan Gosling og leikstjóri er Daninn Nicolas Winding Refn, sem leikstýrði Gosling einmitt í Drive með eftirminnilegum árangri. Þórir Snær vonast til að frumsýna myndina á Cannes-hátíðinni í Frakklandi í maí en tilkynnt verður um hvaða myndir komast þangað inn 18. apríl. "Ég trúi ekki öðru en að það muni ganga en það eru líka einhverjir aðrir möguleikar í stöðunni eins og hátíðin í Feneyjum. “Hann er mjög ánægður með myndina, sem þykir vera ansi ofbeldisfull. "Hún er dálítið svakaleg. Ég held að annað hvort eigi fólk eftir að elska hana eða hata hana.“ Þórir Snær er einnig að skima um eftir leikurum fyrir myndina Z For Zachariah, sem hann framleiðir einnig. Nú þegar er búið að ráða stjörnuna Tobey Maguire í aðalhlutverkið. "Það skýrist í næsta mánuði. Maður þorir ekki að segja neitt fyrr en það er búið að skrifa undir.“ Fyrirtæki Þóris Snæs á Íslandi, Zik Zak, er bæði með Z For Zachariah og Kalt vor í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, á sinni könnu. Íslenska myndin fer í tökur á Flateyri í sumar og verður fjármögnun hennar lokið á næstu vikum.
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira