Kristján í samstarf við Borgarleikhúsið 9. apríl 2013 16:00 Blam! fékk mikið lof meðal gagnrýnenda hér á landi líkt og hjá kollegum þeirra í Danmörku. Mynd/GVA Kristján Ingimarsson, maðurinn á bak við leiksýninguna Blam!, mun gera sína næstu leiksýningu í samstarfi við Borgarleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segist hlakka mjög til samstarfs við Kristján. „Stefnan er sú að Kristján komi hingað nokkrum sinnum næsta vetur til að undirbúa sýninguna sem verður svo frumsýnd í Borgarleikhúsinu leikárið 2014-2015." Kristján kom til Íslands í upphafi síðustu viku með leiksýninguna Blam! sem var valin leiksýning ársins 2012 í Danmörku. Blam var sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu en hún verður sýnd í Hofi á Akureyri á miðvikudag og fimmtudag. „Því miður gátum við ekki bætt við fleiri sýningum hér í Borgarleikhúsinu. En sem betur fer náðum við að búa svo um hnútana að Blam! verður sýnt aftur hér næsta vetur," segir Magnús Geir og bætir við að það skýrist fljótlega hvenær Kristján og félagar verði á ferðinni í Borgarleikhúsinu. Kristján Ingimarsson sem er fæddur og uppalinn á Akureyri hefur að mestu alið manninn í Danmörku frá því hann var rúmlega tvítugur. Hann segir mikilvægt að sýna verkin sín á Íslandi: „Ég á ekki orð til að lýsa því hvað mér þykir vænt um að finna þessi frábæru viðbrögð. Samstarfið við Borgarleikhúsið hefur verið framúrskarandi og því hlakka ég mikið til að þróa nýju sýninguna með þeim," segir Kristján en Blam! fékk fullt hús stiga hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins og gagnrýnanda DV. Þess má geta að Blam! fer í leikferð til Bretlands, Noregs, um Danmörku og víðar á árinu. „Ég spái því að sýningin muni leggja heiminn að fótum sér," segir Magnús Geir að lokum.Kristján Ingimundarson vígalegur í hlutverki sínu í Blam! Menning Tengdar fréttir Óður til leikgleðinnar - og Rambós Frábær sýning. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. 5. apríl 2013 10:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristján Ingimarsson, maðurinn á bak við leiksýninguna Blam!, mun gera sína næstu leiksýningu í samstarfi við Borgarleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segist hlakka mjög til samstarfs við Kristján. „Stefnan er sú að Kristján komi hingað nokkrum sinnum næsta vetur til að undirbúa sýninguna sem verður svo frumsýnd í Borgarleikhúsinu leikárið 2014-2015." Kristján kom til Íslands í upphafi síðustu viku með leiksýninguna Blam! sem var valin leiksýning ársins 2012 í Danmörku. Blam var sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu en hún verður sýnd í Hofi á Akureyri á miðvikudag og fimmtudag. „Því miður gátum við ekki bætt við fleiri sýningum hér í Borgarleikhúsinu. En sem betur fer náðum við að búa svo um hnútana að Blam! verður sýnt aftur hér næsta vetur," segir Magnús Geir og bætir við að það skýrist fljótlega hvenær Kristján og félagar verði á ferðinni í Borgarleikhúsinu. Kristján Ingimarsson sem er fæddur og uppalinn á Akureyri hefur að mestu alið manninn í Danmörku frá því hann var rúmlega tvítugur. Hann segir mikilvægt að sýna verkin sín á Íslandi: „Ég á ekki orð til að lýsa því hvað mér þykir vænt um að finna þessi frábæru viðbrögð. Samstarfið við Borgarleikhúsið hefur verið framúrskarandi og því hlakka ég mikið til að þróa nýju sýninguna með þeim," segir Kristján en Blam! fékk fullt hús stiga hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins og gagnrýnanda DV. Þess má geta að Blam! fer í leikferð til Bretlands, Noregs, um Danmörku og víðar á árinu. „Ég spái því að sýningin muni leggja heiminn að fótum sér," segir Magnús Geir að lokum.Kristján Ingimundarson vígalegur í hlutverki sínu í Blam!
Menning Tengdar fréttir Óður til leikgleðinnar - og Rambós Frábær sýning. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. 5. apríl 2013 10:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óður til leikgleðinnar - og Rambós Frábær sýning. Kristjáni og félögum tekst þarna að skapa eitthvað fjörugasta skrifstofudrama sem hefur verið fært á svið hér á landi. 5. apríl 2013 10:00