Á Alþingi er vald Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. apríl 2013 00:01 Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í annarri grein stjórnarskrár Íslands er meðal annars ritað: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Hvað með það? Jú, þetta er dálítið áhugavert að skoða. Alþingi fer með löggjafarvald. Alþingi beitir valdi. Af því leiðir að alþingismenn beita valdi. Þrátt fyrir að það sé örugglega ekki ætlunin með stjórnarskránni að alþingismenn beiti Íslendinga valdi þá má ekki annað sjá en að það sé einmitt útkoman. 20. október sögðu 84.633 manns „já" við auðlindaákvæðistillögu stjórnlagaþings, 74% þeirra sem greiddu atkvæði. Í nýlegu frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá sem var samþykkt með 38,1% kveður á um að 40% allra sem eru á kjörskrá verða að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Þann 20. október sögðu 82.633 „já", það eru 35,7% allra sem voru á kjörskrá. 27. mars sögðu fimm formenn flokka „nei". Nei við auðlindaákvæði, nei við möguleikanum á að stjórnarskrá þjóðarinnar verði samþykkt á næsta kjörtímabili, nei við þjóðina. Þeir beittu valdi til þess að koma atkvæðakaupamálum í gegnum þingið. Þeir beittu valdi til þess að verja hagsmunaaðila aðra en þjóðina. Þeir beittu valdi og útrýmdu leynilegum kosningum til breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Hver sá sem mætir á kjörstað er þar til þess að segja já. Sá sem ætlar að kjósa nei getur bara setið heima nema ef kosningaþátttaka myndi fara yfir að minnsta kosti 80% (hefur aldrei gerst í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum). Fimm á móti 84.633.Kjósið ykkur sjálf Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þessa valdbeitingu er að mæta á kjörstað í kosningum 27. apríl og koma í veg fyrir að þeir flokkar sem stóðu fyrir tillögunni fái meirihluta til þess að staðfesta hana á næsta þingi. Kjósendur munu nefnilega ekki fá tækifæri til þess að segja skoðun sína á þessari breytingu í beinni atkvæðagreiðslu. Ef Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð fá yfir 50% kjörgengi þá munu þessir flokkar samþykkja breytinguna á stjórnarskránni og tækifærið til þess að fá stjórnarskrá þjóðarinnar verður glatað þangað til eftir næsta kjörtímabil, 2017! Alþingi er ekki ætlað að beita valdi þó að önnur grein stjórnarskráarinnar tilgreini löggjafarvald. Alþingi er ætlað að vera þjónusta við samfélagið, fyrir samfélagið. Þeir þingmenn sem setjast á þing undir orðunum „löggjafarvald" munu sjálfkrafa beita valdi, orðsins vegna. Píratar skilja hins vegar að Alþingi er þjónusta við samfélagið. Píratar skilja beint lýðræði. Píratar skilja „löggjafarþjónustu". Kjósið Pírata, kjósið allt annað en flokka sem níðast á stjórnarskránni. Kjósið flokka sem skilja þjónustuhlutverkið. Ekki kjósa vald, kjósið ykkur sjálf.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun