Barokk Nordic Affect Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 17. apríl 2013 12:00 Halla Steinunn Stefánsdóttir „Á þessum tónleikum ætlum við að virða fyrir okkur tónlistarkennslu og hvaða leiðir tónlistarfólk fór á barokktímanum,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi kammerhópsins Nordic Affect. Hópurinn kemur fram á tónleikum í kvöld í Þjóðmenningarhúsinu en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð hópsins sem skoðar að sögn Höllu ýmsa þætti tónlistarsögu Evrópu barokktímans, 17. og 18. aldar, á tónleikum raðarinnar. „Við spilum meðal annars verk eftir Hotteterre, sem gaf út fyrstu flautukennslubókina, og sónötu eftir Cima, sem er sú fyrsta sem er skrifuð fyrir fiðlu. Svo var ekki hægt að sleppa Bach. Kennsla var mjög öflugur þáttur í starfi hans og gerir það að verkum að hann hverfur ekki úr sögunni við andlátið, verk hans lifa með nemendum hans en þeirra þekktastir eru synir hans.“ Flytjendur á tónleikunum eru auk Höllu Steinunnar fiðluleikara, Georgia Browne þverflautuleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. Tónleikarnir hefjst klukkan átta. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Á þessum tónleikum ætlum við að virða fyrir okkur tónlistarkennslu og hvaða leiðir tónlistarfólk fór á barokktímanum,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi kammerhópsins Nordic Affect. Hópurinn kemur fram á tónleikum í kvöld í Þjóðmenningarhúsinu en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð hópsins sem skoðar að sögn Höllu ýmsa þætti tónlistarsögu Evrópu barokktímans, 17. og 18. aldar, á tónleikum raðarinnar. „Við spilum meðal annars verk eftir Hotteterre, sem gaf út fyrstu flautukennslubókina, og sónötu eftir Cima, sem er sú fyrsta sem er skrifuð fyrir fiðlu. Svo var ekki hægt að sleppa Bach. Kennsla var mjög öflugur þáttur í starfi hans og gerir það að verkum að hann hverfur ekki úr sögunni við andlátið, verk hans lifa með nemendum hans en þeirra þekktastir eru synir hans.“ Flytjendur á tónleikunum eru auk Höllu Steinunnar fiðluleikara, Georgia Browne þverflautuleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. Tónleikarnir hefjst klukkan átta.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira