Hnetusmjörið hérna er allt öðruvísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2013 07:00 Grindvíkingum leiddust ekki tilþrif Broussard gegn Stjörnunni á fjölum Rastarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993) Dominos-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Aaron Broussard bauð áhorfendum í Grindavík upp á sýningu í körfubolta á miðvikudagskvöldið. Stigin voru 39 áður en yfir lauk, auk þess sem enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Broussard unir sér vel með eiginkonu sinni og tíu mánaða gömlum syni í Grindavík. Broussard er alinn upp rétt sunnan við borgina Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar lauk hann háskóla síðastliðið vor og horfði út fyrir landsteinana eftir möguleika á að lifa af íþrótt sinni. „Ég hafði ekki mörg tilboð á þeim tíma. Grindavík var eitt það fyrsta og hljómaði spennandi,“ segir Broussard, sem býr í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Katie og tíu mánaða syni þeirra Aiden. „Ég hef ekki kynnt svona smáum bæ áður en það er gaman að kynnast fólkinu, sem er afar gestrisið. Það hefur ekki verið erfitt að venjast lífinu hérna,“ segir Broussard. Hann hafi helst verið hræddur við veðurfarið, sem sé þó nokkuð svipað og hann á að venjast í Seattle. „Við höfðum séð fyrir okkur miklu meiri kulda og snjókomu en þetta hefur verið frekar mildur vetur að því er mér skilst.“ Spurður hvers hann sakni helst frá Bandaríkjunum kemur matur fyrst í umræðuna. Tengdaforeldrar hans heimsóttu fjölskylduna í febrúar með fullar ferðatöskur af mat. „Í mánuð höfðum við bandarískt hnetusmjör en þegar það kláraðist urðum við að fara í Nettó. Hnetusmjörið þar bragðast allt öðruvísi,“ segir Broussard og hlær. Hnetusmjörið setur hann á brauð ásamt sultu en samlokuna mætti kalla þjóðarrétt Bandaríkjamanna. Þau hjónin segjast verja miklum tíma með syni sínum Aiden sem var fjögurra mánaða við komuna til Íslands. „Svo glápum við mikið á sjónvarpið. Maður myndi halda að hver dagur liði hægt því við erum mikið innandyra en sannleikurinn er sá að tíminn hefur flogið. Við skemmtum okkur konunglega,“ segir Broussard. Í bæjarblöðum í Seattle er Broussard lýst sem hógværum leikmanni sem er í takt við það sem sést hefur til hans hér á landi. Í körfubolta leggja margir mikið upp úr því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Ekki Broussard. „Það er ekki minn stíll. Ég reyni frekar að láta verkin tala. Sumir andstæðingar reyna þó að kveikja í mér og stundum hreyti ég einhverju í þá í gríni,“ segir Broussard af yfirvegun. Þrátt fyrir stórsigur í fyrsta leiknum gegn Grindavík telur Broussard sína menn geta bætt sig. „Þeir tóku fleiri fráköst og mörg sóknarfráköst. En með þeirra lið og líkamlegan styrk kemur það ekki á óvart. Ef við takmörkum þá við eitt skot í sókn þá eigum við góðan möguleika á útisigri.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Flest stig í fyrsta leik í 19 árÓskar Ófeigur Jónsson skrifar: Fara þarf alla leið til lokaúrslitanna 1994 til að finna leikmann sem hefur skorað fleiri stig í leik eitt í úrslitaleik karla en Aaron Broussard. Rondey Robinson á metið en hann skoraði 50 stig í leik eitt í lokaúrslitum 1994. Sá leikur fór einnig fram í Röstinni í Grindavík. Auk stiga sinna var Broussard með tólf fráköst, fjórar stoðsendingar og níu fiskaðar villur í þessum leik. Broussard þurfti líka bara 19 skot til þess að skora þessi 39 stig en hann hitti úr 11 af 19 skotum utan af velli (57,8 prósent) og 13 af 16 vítum (81,3 prósent). Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu en Broussard hafði mest skorað 36 stig í tapleik á móti Keflavík í byrjun þessa árs. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest stig í leik eitt í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en þeir Valur Ingimundarson, Teitur Örlygsson og Hjörtur Harðarson eiga Íslandsmetið – 37 stig.Flest stig í leik eitt í lokaúrslitum:Rondey Robinson 50 (Njarðvík - Grindavík 1994)Aaron Broussard 39 (Grindavík - Stjarnan 2013)Nick Bradford 38 (Grindavík - KR 2009)Hjörtur Harðarson 37 (Grindavík - Njarðvík 1994)Teitur Örlygsson 37 (Njarðvík - Keflavík 1991)Valur Ingimundarson 37 (Njarðvík - Haukar 1985)Herman Myers 33 (Grindavík - Keflavík 1997)Corey Dickerson 33 (Snæfell - Keflavík 2004)Guðjón Skúlason 32 (Keflavík - KR 1990)Jónatan J. Bow 31 (Keflavík - Haukar 1993)
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn