Fagmennska í þágu lýðræðis Friðrik Rafnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun