Auðlindirnar þrjár Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun