Allir vilja vinna Valgerður Magnúsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar