Kýs í fyrsta sinn í dag 27. apríl 2013 18:30 Hverjir eiga að ráða? Alma Ágústsdóttir veltir fyrir sér hverjir eigi erindi á þing. Mynd/Daníel „Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?