Slagurinn mun standa um forystuhlutverkið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. apríl 2013 09:30 Forystumenn flokkanna hittust í umræðum á Stöð 2 í gærkvöldi. Engar formlegar viðræður eru hafnar um stjórnarmyndun. fréttablaðið/vilhelm Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim. Kosningar 2013 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim.
Kosningar 2013 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Sjá meira