Að kunna að tapa Margrét S. Björnsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar